Monthly Archives

November 2016

minnismerki-hafnarfjardarhofn-1-1024x683

Umsóknardagar 28. og 29. nóvember 2016

By | Fréttir | No Comments

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar mun taka á móti umsóknum mánudaginn 28. nóvember og þriðjudaginn 29. nóvember frá kl: 16:00 til kl: 18:00 í húsnæði sínu að Smyrlahrauni 41a þar sem leikskólinn Bjarmi var áður.

Bent er á að næg bílastæði eru á bílastæðinu fyrir aftan Iðnskólann í Hafnarfirði.

Hægt er að prenta út umsókn hér á heimasíðunni.

Minnt er á að umsókn verður ekki tekin gild nema að búsetuvottorð og staðgreiðsluskrá með tekjum fyrir janúar til og með október 2016 fylgi umsókn. Umsækjendur þurfa að eiga lögheimili í Hafnarfirði.

 

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar

  • Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 544-04-760686
  • Reikngsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231
  • Kennitala Mæðrastyrksnefndar er 460577-0399
heimasida-kort

Gjöf sem gleður

By | Fréttir | No Comments

Vantar þig gjöf fyrir þann sem allt á og ekkert vantar?

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar selur gjafakort til styrktar nefndinni. Þú kaupir kort fyrir fjárhæð að eigin vali og styrkir með því nefndina fyrir komandi jólahátíð.

625154_83837571

Umsóknir 2016

By | Fréttir | No Comments

Tekið er við umsóknum í húsnæði Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar við Smyrlahraun 41a, þar sem leikskólinn Bjarmi var áður, dagana 28. og 29. nóvember kl 16:00 – 19:00

Krafist verður nýrrar staðgreiðsluskrár með tekjum til og með október 2016, sem nálgast má á vefsíðu rsk.is eða hjá Skattstjóra við Suðurgötu 14.

Umsókn þar einnig að fylgja búsetuvottorð sem nálgast má í þjónustuveri Hafnarfjarðar á Strandgötu 6.

Ef umsækjandi hefur barn á framfæri sem ekki kemur fram á búsetuvottorði skal umsækjandi sýna fram á það með afriti af samkomulagi frá Sýslumanni eða með öðrum hætti.

Hjón og sambúðarfólk skulu bæði skila staðgreiðsluskrá.

mottaka-a-lyklum

Nýtt húsnæði á góðum stað

By | Fréttir | No Comments

Nú höfum við fengið afhent mjög gott húsnæði þar sem þú getur komið og sótt um aðstoð og þar á sama stað deilum við út mat og öðru sem gagnast fyrir jólin.

Enginn þarf að standa í röð úti, heldur er pláss fyrir alla inn í hlýju húsinu og vel fer um alla.

Hér er mynd þar sem við tökum á móti húsnæðinu góða frá bænum.

2016-11-03_155635

Ný heimasíða í boði Allra Átta

By | Fréttir | No Comments

Á dögunum opnuðum við nýja og flotta vefsíðu og vorum svo heppin að slá tvær flugur í einu höggi.

Við fengum flottasta lénið, maedrastyrksnefnd.is og Allra Átta buðust svo til að búa til nýja og flotta Mobile WordPress heimasíðu sem virkar í spjaldtölvum og símum jafnt sem tölvum.

Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.