Skip to main content

Tekið er við umsóknum í húsnæði Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar við Smyrlahraun 41a, þar sem leikskólinn Bjarmi var áður, dagana 28. og 29. nóvember kl 16:00 – 19:00

Krafist verður nýrrar staðgreiðsluskrár með tekjum til og með október 2016, sem nálgast má á vefsíðu rsk.is eða hjá Skattstjóra við Suðurgötu 14.

Umsókn þar einnig að fylgja búsetuvottorð sem nálgast má í þjónustuveri Hafnarfjarðar á Strandgötu 6.

Ef umsækjandi hefur barn á framfæri sem ekki kemur fram á búsetuvottorði skal umsækjandi sýna fram á það með afriti af samkomulagi frá Sýslumanni eða með öðrum hætti.

Hjón og sambúðarfólk skulu bæði skila staðgreiðsluskrá.