Skip to main content

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar hefur verið tilnefnd sem Hafnfirðingur ársins.

Í tilnefningunni segir „Alveg einstaklega óeigingjarnt starf einstakra sjálfboðaliða. Þær verja ekki bara miklum tíma í að koma mat og öðrum nauðsynjum til í hendur þeim sem minna mega sín, utan síns vinnutíma, heldur hefur Mæðrastyrksnefnd einhvern veginn aldrei tryggan samastað í húsnæði á milli ára.“

Við nefndarkonur eru óendanlega þakklátar fyrir þennan mikla heiður og vonumst til að með þessu verði vakin enn meiri athygli á því mikilvæga starfi sem nefndin sinnir.

Með hátíðarkveðju og þakklæti
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

 

linkur beint á kosninguna: https://www.poll-maker.com/poll1988433x5ef04B41-51