Skip to main content

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar fékk úthlutað nýju húsnæði á dögunum, sem áður hýsti leikskóladeild á Brekkuhvammi, kannski betur þekktur sem Kató. Húsnæðið er staðsett við Hlíðarbraut, bakvið St. Jósefsspítalann.

Næg bílastæði eru við húsnæðið og aðkoman góð.

Nefndarkonur eru mjög ánægðar með að vera komnar með húsnæði fyrir jólin og vonast til að þetta húsnæði verði varanlegt, í einhvern tíma í það minnsta.