Skip to main content

Jólaúthlutun 2020

By desember 5, 2020Fréttir

Nú erum við að byrja að senda út tilkynningar hvenær á að sækja til styrkinn til okkar.

Við sendum tölvupóst eða sms  og hver og einn  fær úthlutað tíma til að koma og sækja styrkinn, það koma líka upplýsingar um   hvert á að  sækja styrkinn.

Þetta tekur nokkra daga en vegna ástandsins í þjóðfélaginu  verður þetta með þessum hætti núna.

Við munum einungis úthluta inneignarkortum í matvöruverslunum.

Við biðjum ykkur um að staðfesta að þið komist á þeim tíma sem ykkur er úthlutað ef sá tími hentar ekki þá útvegum við annan tíma.

Við munum gæta að fyllstu sóttvarnarreglum og höfum fengið leyfi hjá Almannavörnum til að framkvæma þetta með þessum hætti.

Vinsamlega komið með grímu og það er bara hægt að taka á móti einum í einu.

Framvísa verður persónuskilríkjum með mynd.

Við biðjum ykkur að virða tímamörk og mæta á þeim tíma sem ykkur er úthlutað.

Við reynum af fremsta megni að aðstoða þá sem sækja um.

Mæðrastyrksnefnd áskilur sér rétt til að hafna umsókn ef farið er yfir viðmið um tekjumörk.