Category

Uncategorized

img_5712

Úthlutun Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar 2017

By | Uncategorized | No Comments

Næstu daga munu vera send út smáskilaboð og tölvupóstar til þeirra sem fá úthlutað fyrir jólin 2017. Umsækjendur eru beðnir um að skoða ruslpóstinn hjá sér ef enginn póstur hefur borist eða viðkomandi ekki fengið smáskilaboð.

Ekki verður tekið við umsóknum eftir úthlutunardaga.

Ef spurningar vakna vinsamlegast sendið fyrirspurn í tölvupósti , styrkur@maedrastyrksnefnd.is eða hafið samband í síma 843-0668

 

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar

 • Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 544-04-760686
 • Reikningsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231
 • Kennitala Mæðrastyrksnefndar er.460577-0399
Christmas fairy lights isolated on reflecting surface.

Umsóknardagar 20. og 21. nóvember 2017

By | Uncategorized | No Comments

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar mun taka á móti umsóknum mánudaginn 20. nóvember og þriðjudaginn 21. nóvember frá kl: 16:00 til kl: 18:00 í húsnæði sínu að Hlíðarbraut 10 þar sem leikskólinn Kató var áður.

Næg bílastæði eru á bílastæðinu við leikskólann.

Hægt er að prenta út umsókn hér á heimasíðunni.

Minnt er á að umsókn verður ekki tekin gild nema að búsetuvottorð og staðgreiðsluskrá með tekjum fyrir janúar til og með október 2017 fylgi umsókn. Umsækjendur þurfa að eiga lögheimili í Hafnarfirði.

 

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar

 • Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 544-04-760686
 • Reikngsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231
 • Kennitala Mæðrastyrksnefndar er 460577-0399
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nýtt húsnæði Mæðrastyrksnefndar

By | Uncategorized | No Comments

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar fékk úthlutað nýju húsnæði á dögunum, sem áður hýsti leikskóladeild á Brekkuhvammi, kannski betur þekktur sem Kató. Húsnæðið er staðsett við Hlíðarbraut, bakvið St. Jósefsspítalann.

Næg bílastæði eru við húsnæðið og aðkoman góð.

Nefndarkonur eru mjög ánægðar með að vera komnar með húsnæði fyrir jólin og vonast til að þetta húsnæði verði varanlegt, í einhvern tíma í það minnsta.

 

xmas

Úthlutun Mæðrastyrksnefndar

By | Uncategorized | No Comments

Nú hafa verið send út smáskilaboð og tölvupóstar til þeirra sem fá úthlutað fyrir jólin 2016. Umsækjendur eru beðnir um að skoða ruslpóstinn hjá sér ef enginn póstur hefur borist eða viðkomandi ekki fengið smáskilaboð.

Úthlutað verður sunnudaginn 11. desember frá klukkan 14:00 til klukkan 17:00 og mánudaginn 12.desember frá klukkan 16:00 til klukkan 18:00. Ekki verður tekið við umsóknum þá daga.

Ef spurningar vakna vinsamlegast sendið fyrirspurn í tölvupósti , styrkur@maedrastyrksnefnd.is eða hafið samband í síma 843-0668

 

 

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar

 • Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 544-04-760686
 • Reikngsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231
 • Kennitala Mæðrastyrksnefndar er.460577-0399

 

millifaersla-ii

Matarklúbba og vinahópa áskorun

By | Uncategorized | No Comments

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar er innilega þakklát fyrir hlýhuginn sem ríkir í garð nefndarinnar.

Nú hafa matarklúbbar og vinahópar tekið sig til og safnað framlögum sem þeir síðan gefa til nefndarinnar. Í framhaldinu hafa hóparnir svo skorað á aðra hópa til að gera slíkt hið saman.

Þökkum við öllum þeim sama hafa tekið þátt og á Matarklúbburinn Lukkan miklar þakkir fyrir að hafa komið þessari áskorun af stað.

 

https://www.facebook.com/fannsio/posts/10155310927288943?comment_id=10155376229428943&notif_t=feed_comment_reply&notif_id=1480862210282175

 

minnismerki-hafnarfjardarhofn-1-1024x683

Umsóknardagar 28. og 29. nóvember 2016

By | Uncategorized | No Comments

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar mun taka á móti umsóknum mánudaginn 28. nóvember og þriðjudaginn 29. nóvember frá kl: 16:00 til kl: 18:00 í húsnæði sínu að Smyrlahrauni 41a þar sem leikskólinn Bjarmi var áður.

Bent er á að næg bílastæði eru á bílastæðinu fyrir aftan Iðnskólann í Hafnarfirði.

Hægt er að prenta út umsókn hér á heimasíðunni.

Minnt er á að umsókn verður ekki tekin gild nema að búsetuvottorð og staðgreiðsluskrá með tekjum fyrir janúar til og með október 2016 fylgi umsókn. Umsækjendur þurfa að eiga lögheimili í Hafnarfirði.

 

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar

 • Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 544-04-760686
 • Reikngsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231
 • Kennitala Mæðrastyrksnefndar er 460577-0399
heimasida-kort

Gjöf sem gleður

By | Uncategorized | No Comments

Vantar þig gjöf fyrir þann sem allt á og ekkert vantar?

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar selur gjafakort til styrktar nefndinni. Þú kaupir kort fyrir fjárhæð að eigin vali og styrkir með því nefndina fyrir komandi jólahátíð.

625154_83837571

Umsóknir 2016

By | Uncategorized | No Comments

Tekið er við umsóknum í húsnæði Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar við Smyrlahraun 41a, þar sem leikskólinn Bjarmi var áður, dagana 28. og 29. nóvember kl 16:00 – 19:00

Krafist verður nýrrar staðgreiðsluskrár með tekjum til og með október 2016, sem nálgast má á vefsíðu rsk.is eða hjá Skattstjóra við Suðurgötu 14.

Umsókn þar einnig að fylgja búsetuvottorð sem nálgast má í þjónustuveri Hafnarfjarðar á Strandgötu 6.

Ef umsækjandi hefur barn á framfæri sem ekki kemur fram á búsetuvottorði skal umsækjandi sýna fram á það með afriti af samkomulagi frá Sýslumanni eða með öðrum hætti.

Hjón og sambúðarfólk skulu bæði skila staðgreiðsluskrá.

mottaka-a-lyklum

Nýtt húsnæði á góðum stað

By | Uncategorized | No Comments

Nú höfum við fengið afhent mjög gott húsnæði þar sem þú getur komið og sótt um aðstoð og þar á sama stað deilum við út mat og öðru sem gagnast fyrir jólin.

Enginn þarf að standa í röð úti, heldur er pláss fyrir alla inn í hlýju húsinu og vel fer um alla.

Hér er mynd þar sem við tökum á móti húsnæðinu góða frá bænum.

2016-11-03_155635

Ný heimasíða í boði Allra Átta

By | Uncategorized | No Comments

Á dögunum opnuðum við nýja og flotta vefsíðu og vorum svo heppin að slá tvær flugur í einu höggi.

Við fengum flottasta lénið, maedrastyrksnefnd.is og Allra Átta buðust svo til að búa til nýja og flotta Mobile WordPress heimasíðu sem virkar í spjaldtölvum og símum jafnt sem tölvum.

Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.