Monthly Archives

December 2017

Screen-Shot-2017-12-26-at-00_17_19

Hafnfirðingur ársins 2017

By | Fréttir | No Comments

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar hefur verið tilnefnd sem Hafnfirðingur ársins.

Í tilnefningunni segir „Alveg einstaklega óeigingjarnt starf einstakra sjálfboðaliða. Þær verja ekki bara miklum tíma í að koma mat og öðrum nauðsynjum til í hendur þeim sem minna mega sín, utan síns vinnutíma, heldur hefur Mæðrastyrksnefnd einhvern veginn aldrei tryggan samastað í húsnæði á milli ára.“

Við nefndarkonur eru óendanlega þakklátar fyrir þennan mikla heiður og vonumst til að með þessu verði vakin enn meiri athygli á því mikilvæga starfi sem nefndin sinnir.

Með hátíðarkveðju og þakklæti
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

 

linkur beint á kosninguna: https://www.poll-maker.com/poll1988433x5ef04B41-51

img_5712

Úthlutun Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar 2017

By | Fréttir | No Comments

Næstu daga munu vera send út smáskilaboð og tölvupóstar til þeirra sem fá úthlutað fyrir jólin 2017. Umsækjendur eru beðnir um að skoða ruslpóstinn hjá sér ef enginn póstur hefur borist eða viðkomandi ekki fengið smáskilaboð.

Ekki verður tekið við umsóknum eftir úthlutunardaga.

Ef spurningar vakna vinsamlegast sendið fyrirspurn í tölvupósti , styrkur@maedrastyrksnefnd.is eða hafið samband í síma 843-0668

 

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar

  • Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 544-04-760686
  • Reikningsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231
  • Kennitala Mæðrastyrksnefndar er.460577-0399